fbpx
Mót admin 28 október, 2021

MÓTARÖÐ

KLIFURHÚSSINS
MÓTIN Í KLIFURHÚSINU

Þegar mótin eru haldin eru allar leiðir teknar niður og settar nýjar í staðinn, svo keppendur keppa eingöngu á nýjum leiðum.

Dagskráin fyrir mótahelgar er oftast svipuð:

  • Á fimmtudegi er venjulegur opnunartími en kl. 20 um kvöldið lokar salurinn og festurnar eru teknar niður og þrifnar þegar svokallað niðurskrúf hefst. Það eru allir eru hvattir til að koma og taka þátt í niðurskrúfinu en hefð er fyrir því að Klifurhúsið bjóði sjálfboðaliðunum upp á pizzu að verkinu loknu.
  • Á föstudeginum er Klifurhúsið lokað á meðan helstu sérfræðingar á landinu í leiðasmíð setja upp mótsleiðir fyrir laugardagsmótið.
  • Á sunnudeginum er húsið síðan enn lokað og þá er haldið krakkamót fyrripartinn fyrir krakkana sem æfa í Klifurhúsinu og skemmtimót fyrir fullorðnu iðkendurnar er síðan haldið seinnipartinn.
48370265_10158037000938957_7373626950721470464_o-1024x683 (1)