fbpx
Reglur Klifurhússins admin 22 október, 2021

REGLUR

KLIFURHÚSSINS
1. Allir eru á eigin ábyrgð í Klifurhúsinu

Börn og ungmenni eru á ábyrgð forráðamanna.

2. Umferð um dýnur skal halda í lágmarki

Stranglega bannað er að hoppa og hlaupa á dýnunum. Passa þarf að standa ekki undir klifrurum þar sem þeir geta dottið fyrirvaralaust og erfitt er að spá fyrir um lendingarstað. Aðeins skal stíga á dýnur þegar gengið er að klifurleið annars skal bíða fyrir utan þær.

3. Kalknotkun og klifurskór

Klifrið ekki með kalkpoka bundinn á ykkur. Geyma skal kalkpoka utan við dýnur, á borði eða gólfi. Allir klifrarar þurfa að klifra í skóm og ekki er leyfilegt að klifra á tánum.

4. Línuveggurinn

Bannað er að klifra á línuveggnum nema í fylgd með leiðbeinenda Klifurhússins eða klifrara með gilt línuklifurkort.

5. Börn og ungmenni

Athugið að íþróttafélagið Klifurfélag Reykjavíkur á og rekur Klifurhúsið og heldur skipulögðu æfingastarfi fyrir börn og ungmenni. Tímabundið vegna plássleysi er ekki hægt að bjóða upp á tíma þar sem börn koma utan æfinga félagsins til að prófa. Félagið er að vinna að því að opna sérstaka aðstöðu fyrir fjölskyldur og yngri klifrara í Ármúla 21, við hlið Klifurhússins og stefnt er að því að sú aðstaða opni formlega í febrúar 2023. Við þökkum fyrir skilninginn og hlökkum til að fá áhugasama klifrara til okkar í Ármúla 21!

13 ára aldurstakmark er í Klifurhúsið (miðað er við fæðingardag). 13-17 ára þurfa að skila inn leyfisbréfi (sjá HÉR) til þess að fá að klifra á eigin vegum á opnunartíma. 12 ára og yngri er velkomið að klifra í fylgd með foreldrum sem eiga 3ja mánaðar kort eða meira. Ekki er leyfilegt að skilja börn ein eftir í klifursal. Foreldrar verða að hafa kynnt sér vel umgengisreglur klifursalsins sem má lesa hér fyrir neðan. ATH. Vegna mikil kalknotkun er gott að vera með föt sem mega verða skítug.

 

* Klifurhúsið áskilur sér þann rétt að vísa fólki frá ef þörf krefur. Það á einkum við um stóra hópa fólks sem ekki hafa bókað hópatíma.

6. Reglur um innheimtu æfingagjalda

Æfingagjöld eru fyrir heil námskeið. Hætti iðkandi fyrir lok námskeiðs fær hann því ekki endurgreitt, nema rök knígi á um annað.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með Frístundastyrk.

Klifurfélagi Reykjavíkur áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka.

Systkina afslátturinn er 20% og það sama gildir um afslátt fyrir árskortshafa af ákveðnum námskeiðum og æfingum.

Byrjendum er boðið uppá einn prufutíma án endurgjalds. Þjálfari hóps eða yfirþjálfari þurfa að gefa samþykki fyrir prufutíma.

Barnareglur

Til foreldra:

  1. Vegna takmarkaðra aðstöðu getur Klifurfélag Reykjavíkur ekki tekið á móti börnum sem vilja að koma prófa í núverandi húsnæði. Unnið er að því að opna sérstakan sal fyrir þennan hóp og er á ætlun að sú opnun eigi sér formlega stað í febrúar 2023.
  2. Öll börn 12 ára og yngri verða að vera í fylgd með forráðamanni sem er eldri en 18 ára.
  3. Það má ekki skilja börnin ein eftir í klifursalnum.
  4. Línuklifurveggurinn er aðeins fyrir þá sem hafa tilskilið próf.
  5. Athugið að lóð og æfingartæki eru aðeins fyrir 16 ára og eldri.
  6. Forráðamenn eru ábyrgir fyrir því að upplýsa börnin um reglur Klifurhússins og að þau fari eftir þeim.

Reglur til að fara yfir með 8-12 ára börnunum

  1. Bannað er að hlaupa og hoppa á dýnunum.
  2. Ekki hvíla ykkur á dýnunum (t.d. liggja á þeim) heldur farið út á gólf.
  3. Aldrei ganga undir þá sem eru að klifra því þeir geta dottið á ykkur.
  4. Línuklifurveggurinn er aðeins fyrir þá sem hafa próf fyrir hann.
  5. Æfingartækin og lóðin eru aðeins fyrir 16 ára og eldri.

Reglur til að fara yfir með 7 ára og yngri

  1. Það má ekki fara á stóru rauðu dýnurnar nema með forráðamanni.
  2. Aldrei má hlaupa eða hoppa á dýnunum.
  3. Gangið ekki undir klifrurunum því maður veit aldrei hvar eða hvenær klifrari dettur af veggnum.
  4. Barnahornið er þitt leikhorn, endilega gakktu vel um dótið.
  5. Ekki fara úr barnahorninu án fylgdar forráðamanns. Sérstaklega til að fara að klifra í stóru veggjunum, þá þarf að fylgja þér að leiðinni og útaf dýnunni aftur.
BÍS reglur

BÍS klifur er leyfilegt á eftirfarandi tímum:

Föstudaga 21:00 – 23:00 Miðvikudaga 21:30 -23:00 Alla virka daga frá 12:45-13:30

Varðandi klifur eftir opnunartíma:

Til þess að hægt sé að klifra eftir hefðbundinn opnunartíma(Miðvikudaga frá 21:30 og Föstudaga frá 21:00) þessa daga þarf að vera fyrirfram samþykktur ábyrgðarmaður í hópnum. Ísalp og stjórn Klifurhússins sjá um að samþykkja ábyrgðarmenn. Hafið samband við afgreiðslu fyrir frekari upplýsingar. BÍS klifur verður ekki mögulegt nema samþykktur ábyrgðarmaður sé í hópnum.

Reglur varðandi BÍS klifur

  1. BÍS klifrarar verða alltaf að vera með mottu undir þegar þeir klifra til að vernda dýnuna og einnig verða þeira að vera með hjálm. Alltaf að ganga frá mottunum eftir notkun. Ekki er leyfilegt að njóta ný eða beitt blöð í Ísaxir.
  2. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að það sé skilgreindur tími fyrir BÍS klifur þá þýðir það ekki að BÍS hafi forgang. Hér gildir sama regla og áður, klifrari bíður þar til komið er að honum/henni að klifra.
  3. Ef fjölmennt er í húsinu hefur klifur forgang.

Hvar skal BÍS klifra

BÍS klifur er afmarkað við hellasvæði og klifurvegginn vinstra meginn við leiðsluklifurvegginn.