Afsláttur fyrir einstaklinga sem æfa hjá öðrum klifurfélögum

Til þess að fá þennan afslátt þarf viðkomandi annað hvort að greiða æfingargjöld eða eiga árskort hjá öðru viðurkenndu klifurfélagi á Íslandi.

Afslátturinn er 50% af “einu skipti” í klifursalinn. Athugið að þessi afsláttur gildir ekki fyrir æfingarkort. Ef komið er með hóp þarf að láta með viku fyrirvara hvenær óskað er eftir að koma.

Hægt er að semja um afslátt af kortum og ef þið hafið áhuga á því sendið þá fyrirspurn á klifurhusid@klifurhusid.is.