fbpx
Tenaya Mastia klifurskór – breiðiradmin23 nóvember, 202118 júní, 2024

Tenaya Mastia klifurskór – breiðir

27.500 kr.

Í hönnun Mastia er stuðst við að hafa fullkomið jafnvægi á milli þæginda og frammistöðu — — þannig er hann í senn mjúkur og góður fyrir smurninguna OG einstaklega sterkbyggður sem tryggir hámarks frammistöðu á öllum fótgripum.

SKU: 402-100 Flokkur:

Lýsing

Mastia skórnir eru ekki eingöngu aggresífir og tæknilegir klifurskór heldur eru þeir einnig þægilegri en gengur og gerist í klifurskóheiminum. Margir af reyndari klifrurum Klifurhússins klifra í Mastia þar sem þessir alhliða skór svara þörfum flestra klifrara.

Í hönnun Mastia er stuðst við að hafa fullkomið jafnvægi á milli þæginda og frammistöðu — — þannig er hann í senn mjúkur og góður fyrir smurninguna OG einstaklega sterkbyggður sem tryggir hámarks frammistöðu á öllum fótgripum. Með sveigðum og tvískiptum sóla, ásamt nýjustu SXR Dynamics- og RBRX tækninni eru komnir á sjónarsviðið geðveikir skór sem bjóða upp á næmnari klifurstíl!

Mastian á jafn mikið heima í íslensku útiklifri, inni í baráttunni við plastið, í yfirhangi, brjálæðislega erfiðum grjótglímuprobbum og á sjálfu slabbinu!

Viðbótarupplýsingar

Stærð

36,2/3,5, 36,8/4, 37,5/4,5, 38,1/5, 38,8/5,5, 39,4/6, 40,7/7, 40/6,5, 41,3/7,5, 42,6/8,5, 42/8, 43,2/9, 43,9/9,5, 44,5/10, 45,2/10,5, 45,8/11, 46,4/11,5, 47,1/12