fbpx
Tenaya Oasi LV klifurskór – granniradmin23 nóvember, 20214 apríl, 2024

Tenaya Oasi LV klifurskór – grannir

25.500 kr.

Oasi LV útgáfan er svo hönnuð fyrir þá sem eru með granna fætur en sveigði sólinn og aggressífa táin í hönnuninni er þannig að skórnir eru gerðir til að bregðast af snerpu við minnstu hreyfingu.

SKU: 403-100 Flokkur:

Lýsing

Oasi LV útgáfan er svo hönnuð fyrir þá sem eru með granna fætur en sveigði sólinn og aggressífa táin í hönnuninni er þannig að skórnir eru gerðir til að bregðast af snerpu við minnstu hreyfingu — þetta ásamt RBRX og SXR tækninni gefur klifraranum meiri stjórn og tilfinningu fyrir klifrinu!

Nýjasta nýtt hjá Tenaya eru festingarnar á Oasi LV. Á skónum eru tvö bönd sem hver klifrari fyrir sig getur stillt eftir sínum fæti, sem hentar einstaklega vel þar sem ristin á fólki er mishá og þannig nær Tenaya að tryggja að skórnir passi sem allra best. Aðeins þarf að stilla böndin einu sinni sem tryggir að auðvelt er að skella sér í og úr skónum eftir aðstæðum og hentugleika.

Þessi týpa er í senn þægileg og hentar fyrir bæði úti og inniklifur.  Þetta eru skór sem bregðast ekki og ef þú ert að færa þig úr byrjendaskónum í aggresífari týpu þá eru Oasi LV mjög hentugir.

Viðbótarupplýsingar

Stærð

34,3/2, 34,9/2,5, 35,6/3, 36,2/3,5, 36,8/4, 37,5/4,5, 38,1/5, 38,8/5,5, 39,4/6, 40/6,5, 40,7/7, 41,3/7,5, 42/8, 42,6/8,5, 43,2/9, 43,9/9,5, 44,5/10, 45,2/10,5, 45,8/11