Klifurhúsið verður lokað þrjá daga um Verslunarmannahelgina (laugardaginn 30. júlí til mánudagsins 1. ágúst).
Hefð hefur skapast á síðustu árum fyrir því að hafa húsið lokað frá laugardegi til mánudags, bæði til að gefa starfsfólki tækifæri til að fara út að klifra þessa stærstu ferðahelgi ársins og vegna þessa að langtum flestir félagsmennirnir okkar eru hvort eð er ekki í bænum heldur að framkvæma klifurafrek út um allt land 😉
Skemmtið ykkur vel um helgina elsku klifrarar, munið að framkvæma félagatjékkið og keyrið varlega! ❤
- 28 júlí, 2022
- Klifurhúsið