fbpx
Viltu prófa admin 23 október, 2021

VILTU PRÓFA?

KLIFURHÚSIÐ
FJÖLSKYLDUTÍMAR

Því miður getur Klifurhúsið ekki tekið á móti börnum sem vilja koma og prófa í núverandi húsnæði. Klifurfélag Reykjavíkur, sem á og rekur Klifurhúsið, heldur úti skipulögðu æfingastarfi og hefur það vaxið undanfarin ár með þeim hætti að ekki er lengur hægt að sinna þörfum þessa tveggja hópa.

Félagið mun opna sal með sérstöku rými fyrir fjölskyldutímana og barnahópa vorið 2024 og við hlökkum mikið til að geta tekið aftur á móti yndislegu krökkunum sem vilja koma til okkar og klifra!

ÞAÐ GETA ALLIR KOMIÐ OG PRÓFAÐ KLIFUR

Húsið er opið fyrir almenning og það er hægt að leiga skó í afgreiðslunni. Það eru allir velkomnir, stórir sem smáir!

NÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR

Byrjendaboulders er námskeið sérsniðið að þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í klifri og mánaðarkort fylgir hverju námskeiði!

LÍNU- OG LEIÐSLUKLIFURNÁMSKEIÐ

Námskeið fyrir þá sem eru að taka sín allra fyrstu skref í línu og/eða leiðsluklifri. Vertu með að klifra í íslenskri náttúru!

V-ÆFINGAHÓPAR

Reglulegar æfingar í hóp með þjálfara – fullkomið til að auka getuna í klifrinu og ná árangri!