Mót

Upplýsingar um mótaröð Klifurhússins - reglur og hvernig þetta gengur fyrir sig.

Mótin í Klifurhúsinu

Íslandsmeistaramótaröðinni í grjótglímu 2016/17

Mót 1 – 9. október
Mót 2 – 20 nóvember
Línuklifurmót í björk 2. des.
Mót 3 – 29. janúar
Stökkmót 17. febrúar
Mót 4 – 12. mars
Bikarmót 23. apríl

Klifurhúsið hefur á hverjum vetri staðið fyrir Íslandsmeistaramótaröðinni í grjótglímu. Það eru haldin 4 mót á hverjum vetri – tvö fyrir jól og tvö eftir jól. Síðan er haldið Bikarmót á vormánuðum að mótaröðinni lokinni.

Þegar mótin eru haldin eru allar leiðir teknar niður og settar nýjar í staðinn, svo keppendur keppa eingöngu á nýjum leiðum.

Dagskráin fyrir mótahelgar er oftast svipuð:

  • Á föstudegi er venjulegur opnunartími, en um kvöldið eru festur þrifnar og teknar niður – sem allir eru hvattir til að koma og taka þátt í – þú ert velkomin(n)!
  • Á laugardegi er Klifurhúsið lokað og þá er leynisveit reyndra klifrara fengin til að setja upp ógurlegar nýjar leiðir fyrir mótið.
  • Á sunnudegi er síðan sjálft mótið haldið.

 

002-copy