fbpx
Helstu upplýsingar thurasoley 4 ágúst, 2022

Upplýsingar 2024-2025

Æfingar barna og ungmenna
  • Æfingadagatal 2024-2025
  • Æfingagjöld vorönn 2025
  • Skilmálar æfingagjalda
  • Stundatöflur
  • Dagskrá móta
  • Skráningar fara í gegnum Sportabler og leiðbeiningar fyrir Sportabler má finna hér: Sportabler hjálp
    • Ath. allar fyrirspurnir varðandi skráningar á æfingar eða breytingar skulu berast á klifurhusid@klifurhusid.is
  • Iðkendur sem hafa verið að æfa hjá félaginu eru í forgangi þegar það kemur að skráningu fyrir hvert tímabil fyrir sig. Ef fullt er á æfingar verður hægt að skrá á biðlista og staðan á biðlistanum gildir þar til lausu plássi er hafnað.
  • Í þeim tilfellum þar sem iðkendur eru forskráðir af félaginu þurfa forráðamenn að ganga frá skráningunni inni á vef Sportabler, leiðbeiningar fyrir það má finna hér: Forskráðir iðkendur (Greiða æfingagjöld)
  • Ath. skráningar fyrir haustönn gilda einnig fyrir vorönn og eru iðkendur skráðir í Sportabler af félaginu. Þar sem vorönn er lengri en haustönn eru æfingagjöldin hærri fyrir þá önn. Úrsagnir skulu berast á klifurhusid@klifurhusid.is.
  • Þegar iðkendur eiga tvö heimili getur lögheimilsforeldri bætt forráðamönnum við iðkandann á Sportabler. Leiðbeiningar um það má finna hér: Bæta forráðamanni við barn
  • Foreldrahópur á FB: https://www.facebook.com/groups/1994650117215531/
  • Vinir á æfingu: Það er ekki í boði að iðkendur taki vini með á æfingu nema í samráði við þjálfara og fer það eftir plássi og dagskrá en almennt séð eru þjálfarar ekki að segja já við slíkum fyrirspurnum nema það sé laust pláss á æfingarnar.
    • Ath. að samskipti við þjálfara fara í gegnum spjallið á Sportabler og foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að senda vini ekki með á æfingu til að biðja um leyfi á staðnum.
Scroll to Top