BYRJENDABOULDERS
FYRIR NÝJA KLIFRARA
Tveggja vikna grunnnámskeiðum í Klifurhúsinu fyrir þá sem hafa áhuga á því að byrja að stunda klifur í Klifurhúsinu og fyrir þá sem eru nýlegir og vilja fá kennslu í grunntækni undir handleiðslu reyndra þjálfara til að geta stundað markvissari æfingar og auðvelda sér klifrið.
Á námskeiði eru þátttakendum kennd öll grunnatriði og hugtök tengd inniklifri eða grjótglímu (e. boulder) en það er sú týpa af klifri sem er mest stunduð í Klifurhúsinu og innanhúss á Íslandi.
Námskeiðið er kennt í tvær vikur í senn.
Innifalið í námskeiðinu er mánaðarkort í Klifurhúsið sem hefst á fyrsta degi hvers námskeiðs fyrir sig. Leiguskór eru innifaldnir á æfingunum sjálfum en utan þeirra þurfa iðkendur að leiga þá sér.
Námskeiðin verða haldin reglulega yfir veturinn, circa 1-2 í mánuði.
Að loknu byrjendabouldersnámskeiði mælum við með fyrir þá sem hafa áhuga á frekari kennslu að skrá sig í 4 vikna V0-V2 æfingahóp þar sem reyndur þjálfari sér um að koma hópnum í klifurform.
Næstu námskeið hefjast:
13. janúar – kennt er á mánudögum og fimmtudögum kl 20:00-21:30
27. janúar – kennt er á mánudögum og fimmtudögum kl 20:00-21:30
VERÐ: 18.900 KR.
UPPLÝSINGAR
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:
- Góðar upphitunaræfingar fyrir klifur
- Tæknilegar æfingar á vegg sem hægt er að styðjast við á æfingum eftir að námskeiðinu lýkur til að þróa tækni
- Hluti eins og að hliðra, flagga og hvar/hvernig á að stíga
- Nöfn og tegundir á gripum, eins og juggarar, kantar og fl.
- Hvernig skal lesa leiðir
- Hvaða teygjur eru mikilvægar eftir æfingar
- Ásamt fullt af öðrum áhugaverðum og mikilvægum atriðum tengdum boulderklifri