ÍÞRÓTTASKÓLI KLIFURHÚSSINS
FYRIR BÖRN 3 - 6 ÁRA
Íþróttaskóli Klifurhússins er hugsaður fyrir börn á aldrinum 3 til 6 ára. Markmiðið er að ýta undir almennan hreyfiþroska, líkamsvitund, sjálfsöryggi og leikgleði og kynna krökkunum fyrir klifri.
Foreldrar þurfa að vera til staðar á meðan æfingar eru haldnar og eru hvattir til þess að taka virkan þátt í æfingunni með börnunum. Æfingarnar fara fram í fjölskyldusalnum í nýja húsinu (Ármúla 21) á sunnudögum. Hóparnir sem eru í boði eru þessir:
3-4 ára – 9:30 – 10:10
4-5 ára – 10:30 – 11:10
5-6 ára – 11:30 – 12:10
Te og kaffi er á könnunni á meðan æfingum stendur.
VERÐ: 13.900 KR.
UPPLÝSINGAR
Verð:
10 skiptakort: 13.900 kr
Hugmyndin með 10 skipta korti er að mæting sé sveigjanlegri en á hefðbundnar æfingar fyrir þennan aldur.
MIKILVÆGT:
Til að taka frá tíma þarf að skrá mætingu á hvern viðburð fyrir sig í Sportabler. Einnig þarf að skrá kt. barns inn í spjaldtölvu þegar mætt er í tímann.