fbpx
Félagsaðild thurasoley 28 september, 2022

Félagsaðild

Klifurfélag Reykjavíkur
Fyrir þá sem eru ekki að æfa í Klifurhúsinu en vilja vera með!

Félagsgjaldið er greitt einu sinni á ári og er 5.500 kr. og veitir greiðanda aðild að Klifurfélagi Reykjavíkur. Félagsmenn hafa atkvæðarétt á aðalfundum félagsins og geta boðið sig fram í stjórn.

Athugið að samkvæmt 6. grein í lögum félagsins teljast þeir sem eiga kort í Klifurhúsinu (að undanskildum 10 skipta kortum og 1 mánaða kortum) félagsmenn í félaginu. Þessi aðild er sérstaklega ætluð fyrir þá sem vilja vera félagsmenn í Klifurfélagi Reykjavíkur en eiga ekki kort í Klifurhúsinu.

Aðildinn hentar vel fyrir foreldra barna og ungmenna sem æfa í Klifurhúsinu en með henni geta þeir komið að stjórnun félagsins og stefnumótun, hvort sem það er með því að nýta sér atkvæðarétt sinn á aðalfundum eða með stjórnarsetu. Einnig viljum við hvetja alla gömlu klifrana þarna úti sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins að nýta sér þennan aðildarvalmöguleika.

Skráning í félagið og greiðsla fyrir aðildina fer fram í gegnum Sportablervef Klifurhússins: https://www.sportabler.com/shop/klifurhusid/felagsgjald

Scroll to Top