fbpx
Styrktarsjóður admin 21 október, 2021

STYRKTARSJÓÐUR

KLIFURFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Stjórn Klifurfélags Reykjavíkur veitir, fyrir hönd Klifurfélags Reykjavíkur og Klifurhússins, styrki til félagsmanna sinna úr styrkjasjóð félagsins. Félagsmenn í Klifurfélagi Reykjavíkur eru allir þeir sem eiga gild æfingakort hverju sinni. Markmið sjóðsins er að styðja félagsmenn til æfinga, keppna og annarra klifurafreka, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi. Allir félagsmenn hafa jafnan rétt til þess að sækja um styrki í sjóðinn. Styrkjasjóðurinn byggir á föstu árlegu framlagi Klifurfélags Reykjavíkur sem ákveðið er af stjórn félagsins hverju sinni.

Tekið er við umsóknum um styrki allt árið um kring. Umsóknir eru teknar fyrir á fundum stjórnar félagsins og er öllum umsóknum svarað. Formleg umsókn um styrk skal berast til stjórnar Klifurfélags Reykjavíkur með tölvupósti á klifurhusid@klifurhusid.is. Í umsókninni skulu koma fram upplýsingar um umsækjanda, s.s. nafn, kennitala, upplýsingar um bankareikning til innborgunar á styrk og upplýsingar um árangur í klifri, æfingum og keppnum. Einnig skal koma fram skýring á því verkefni sem óskað er stuðnings við og gróf kostnaðaráætlun við verkefnið.

Stjórn áskilur sér fullan rétt til þess að hafna umsóknum, einni eða fleirum. Hafi framlögum í sjóðinn ekki verið úthlutað að fullu í lok starfsárs og afgangur sé á sjóðnum, leggst sá afgangur við upphæð til úthlutunar á næsta ári.

Stjórn Klifurfélags Reykjavíkur

Styrktarsjóður Klifurfélags Reykjavíkur
Scroll to Top