KRAKKAKLIFUR
BÖRN 5 - 12 ÁRA
KRAKKAKLIFUR Í FJÖLSKYLDUSALNUM
Krakkaklifur er hugsað fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Þessi tími er sérstaklega frátekinn til þess að þessi aldurshópur fái að koma og njóta fjöskyldusalarins okkar í Ármúla 21 undir eftirliti foreldra.
Nauðsynlegt er að bóka tíma (sjá að neðan).
Í salnum eru klifurleiðir fjórum erfiðleikaflokkum og eru þær merktar með lituðu teipi til að skilgreina flokkinn.
Gott er að gera ráð fyrir því að flest börn hafi úthald í 40-60 mínútur af klifri.
Leiguskór eru innifaldir í verðinu. Foreldrar/forráðamenn geta fundið þá í hillunum sem eru í holinu á vinstri hönd áður en gengið er inn í klifursalinn. Vinsamlegast skilið skónum aftur á réttan stað í hilluna.
Klifurskór eiga að vera þröngir þannig að tærnar séu alveg frammi í
skónum. Samt sem áður ekki svo þröngir að þeir valdi óþægindum.