fbpx
Fyrir byrjendur admin 6 febrúar, 2020

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR VILT ÞÚ KOMA AÐ KLIFRA?
FRÁBÆRT! HÉR ER ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA!

UPPLÝSINGAR
FYRSTU SKREFIN
52605565_10158219168888957_5077251887674163200_o-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
Getur hver sem er stundað klifur?

Ef þú hefur a.m.k. þrjá útlimi sem virka getur þú stundað klifur.

Fólk af öllum aldri, stærðum og gerðum klifrar og nýir meðlimir eru alltaf velkomnir í Klifurhúsið.

60883786_10158482031508957_668827593121726464_n-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
Þarf maður að klifra í reipi/línu?

Nei, í Klifurhúsinu er stunduð grjótglíma sem þýðir að klifrarinn lætur sig detta niður á dýnu og eru veggirnir eingöngu 4m að hæð. Í línuvegg hússins er síðan sjálfstryggingartól sem þýðir að klifrarinn getur fest það við beltið sitt og klifrað án þess að þurfa aðra manneskju til að tryggja sig.

60670437_10158471326533957_5400592509074145280_o-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
Hvað þarf ég að hafa með mér?

Þú þarft í raun bara tvennt:

Föt sem þægilegt er fyrir þig að hreyfa þig í.

Klifurskó en þá er bæði hægt að leiga og kaupa í Klifurhúsinu. Leiga á skóm er 700 kr skiptið og með stökum aðgangi kostar samtals 3.200 kr.

57154576_10158359129198957_7099357339995602944_n-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
Er klifur hættulegt?

Klifur er ekki hættulegra en aðrar íþróttir. Sérstaklega ekki í Klifurhúsinu. Auðvitað er hætta á meiðslum eins og í öllum öðrum íþróttum en þar sem það er þykk og mjúk dýna undir öllum veggjum er hugsanlegur skaði af því að detta ólíklegur.
Hafa ber þó í huga að klifrarar eru á eigin ábyrgð í Klifurhúsinu.

29060115_10157278213778957_7164923081404844534_o-1-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
Öryggisatriði

Gott er að hafa í huga að vera meðvitaður um þá sem eru að klifra og passa sig að vera ekki á dýnunni fyrir neðan klifrarann. Við innganginn á klifursalnum eru reglurnar um hvernig skal hegða sér í klifursalnum en reglurnar má finna hér: Reglur Klifurhússins.

83825299_10159334944878957_8284461975149215744_o-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
En ég er lofthrædd/ur!

Það er mjög eðlilegt. Flestir klifrarar eru líka lofthræddir. Maður kemst smám saman yfir það með tímanum og það tekur nokkur skipti að venjast klifurhæðinni í Klifurhúsinu.

132479702_775661026638157_7209661520896524485_n-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
Klifurleiðir

Það er mjög gaman að fara bara og klifra einhvern veginn en ef maður vill hafa smá þraut í þessu, þá getur maður klifrað eftir ákveðnum, fyrir fram tilbúnum leiðum. Þá er klifrað eftir gripum sem eru öll í sama lit og leiðin telst kláruð ef klifrarinn fer hana frá byrjun án þess að detta og nær að halda í lokagripið með báðum höndum í þrjár sekúndur.

tenaya-escalada-galeria-tanta-p0j3tagio4qv0d0xefo0aje6hwaoo1xdvwl88mz2rc
Skórnir

Klifurskór eru alveg sér tegund af skóm. Þeir eru oftast úr sérstöku gúmmíi og eru hannaðir til að gera manni auðvelt fyrir að haldast á veggnum. Maður á að finna sér klifurskó sem eru þröngir en því þrengri sem skórnir eru því meiri stjórn hefur klifrarinn á því hvar hann stígur og hvernig.

UPPLÝSINGAR
SPURT OG SVARAÐ

Þú getur skráð þig á námskeið sem eru haldin reglulega yfir vetur og sumar, eða þú getur einfaldlega bara mætt á opnunartíma, keypt þér aðgang, leigt skó og byrjað að klifra.

Það er enginn of gamall fyrir klifur. Meðalaldurinn er oftast í kringum 30 ára en í Klifurhúsinu má finna fólk á aldrinu 6-60 ára.

Tungumál klifrara hefur lengi vafist fyrir hinum almenna borgara og muggum en eina leiðin til að læra um lifnaðarhætti klifrara er að fá sér kort í Klifurhúsinu og klifra með þeim, þessi samantekt hjá klifur.is gæti líka hjálpað: orðabók.

Erfiðleikastig leiða eru mæld með gráðum frá V0 og uppúr og gefa þær grófa mynd af erfileika leiðarinnar. Gráðurnar eru flokkaðar með litakóða þar sem gulur er auðveldastur og rauður aðeins erfiðari og grænn síðan erfiðari en rauður og svo koll af kolli.

Grjótglíma er klifur án línu þar sem klifurhæðin fer sjaldnast yfir 6m. Í Klifurhúsinu er eingöngu klifur upp í 4 metra.

Grjótglíma kallast á ensku „bouldering” við slíkt klifur þarf klifrari eingöngu klifurskó en ekki neinn annan útbúnað.

Best er að senda fyrirspurnir með tölvupósti eða hringja á dagvinnutíma á virkum (kl. 10:00 – 16:00)
Sími: 553-9455
Netfang: klifurhusid@klifurhusid.is

UPPLÝSINGAR
GRÁÐUN KLIFURLEIÐA

Til eru margvíslegar gerðir af gráðum fyrir klifurleiðir. Þessar margvíslegu gerðir þróuðust í mismunandi pörtum heimsins, auk þess sem mismunandi gráður eru notaðar í grjótglímu, sportklifri, trad klifri osfrv..

Þær gráður sem eru notaðar í Klifurhúsinu eru svokallaðar Hueco gráður eða Verm-gráður og eru upprunlega frá Bandraríkjunum. Þær ná frá V0 og upp í um V17.

  • V0 – Byrjunargráður. Flestir eiga að geta klifrað leiðir með þessari gráðu án þess að hafa prófað klifur áður, en það fer þó eftir fólki klifri.
  • V1-2 – Þetta eru örlítið erfiðri gráður.
  • V3-4 – Þessar gráður ættu klifrarar að ráða við eftir að vera byrjaðir að klifra frekar reglulega

Í Klifurhúsinu eru leiðir merktar með teipi og liturinn á teipinu stendur fyrir erfiðleikastig leiðarinnar. Guli liturinn táknar leiðir sem eru V0-V1 og eru þær auðveldastar. Síðan táknar rauði liturinn V1-V2 og grænn V2-V3 og svo koll af kolli.

Scroll to Top