fbpx
Smíði klifurveggja admin 29 október, 2021

SMÍÐI KLIFURVEGGJASTARFSMENN KLIFURHÚSSINS TAKA AÐ SÉR SMÍÐI
OG UPPSETNINGU KLIFURVEGGJA

Klifurhúsið er elsta og stærsta
klifuríþróttahús Íslands

Þar starfa helstu sérfræðingar á sviði klifurs hér á landi og kunnátta þeirra er í fremsta flokki.
Allir veggir innanhúss eru smíðaðir af starfsmönnum Klifurhússins og er sérútbúin smíðaaðstaða í húsinu.

Í Klifurhúsinu er mikið barna- og unglingastarf og í húsinu má finna skemmtilegar klifurleiðir fyrir börn
niður í þriggja ára og búa starfsmenn þess yfir góðri þekkingu varðandi þarfir hvers og eins

Til að fá tilboð í verk vinsamlegast hafið samband.

UPPLÝSINGAR
SMÍÐI KLIFURVEGGJA

Við smíði klifurveggja þarf að huga að mörgum mismunandi atriðum til að tryggja gæði og aðgengi. Stærð klifurgripa og það úr hvaða efni þau eru skiptir miklu máli; plastgrip sem fást í byggingarvöruverslunum á Íslandi eru til dæmis oft mjög sleip og geta virkað letjandi fyrir litla klifrara.

Eins þarf að hafa þekkingu á því hvers konar grip henta fyrir hvern aldurshóp og hvar mörkin liggja. Mikilvægt er að tryggja að fótgrip séu ekki beitt eða of lítil svo að þau meiði ekki, sérstaklega ef klifrarinn er á sokkaleistunum.

Halli veggsins skiptir líka máli og þarf sá sem sér um smíðina að huga að því hvort veggurinn eigi að vera að einhverju leyti yfirhangandi og þá hversu mikið.

klifurveggir1
klifurveggir2

Þegar Klifurhúsið tekur að sér að smíða veggi er fyrsta skrefið þarfagreining. Þá er aðstaðan metin, athugað fyrir hvaða aldurshóp veggurinn á að vera og hver geta væntanlegra klifrara er.

Klifurhúsið útvegar allan efnivið; það sér um að panta grip, dýnu með segli, málningu, viðarplötur og festingar. Seglið á dýnuna fæst í sjö mismunandi litum og er veggurinn ýmist málaður í stíl við það eða með þeim lit sem kaupandinn óskar.

Starfsmenn Klifurhússins setja þetta allt saman og útkoman verður klifurveggur í hæsta gæðaflokki.

Vinnunni er langt í frá lokið þegar veggurinn er tilbúinn. Á tveggja mánaða fresti, út fyrsta árið eftir uppsetningu, sendir Klifurhúsið frá sér leiðasmið sem endurskipuleggur gripin til að gefa klifrurunum nýjar og spennandi áskoranir.

Þannig eru leiðirnar hannaðar með það í huga að þær séu í senn skemmtilegar og krefjandi allt árið um kring. Einnig fylgir með reglublað stílað á hvert svæði fyrir sig þar sem tíunduð eru öryggisatriði tengd klifri.

MYNDIR
DÆMI UM VERK
Scroll to Top