Boðað er til aðalfundar mánudaginn 28. apríl 2025 kl. 20:00. Fundurinn verður í sal ÍSÍ, Engjaveg 6. Allir félagar í Klifurfélagi Reykjavíkur hafa atkvæðisrétt á fundinum (þeir sem eru með 3ja mánaða kort, hálfsárs- og árskort í Klifurhúsinu auk bundinnar áskriftar).
Verkefni aðalfundar eru:
a. Skýrsla stjórnar
b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar síðasta árs
c. Lagabreytingar, tillögur berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara, þ.e. fyrir kl 20:00 21. apríl.
d. Kjör tveggja meðstjórnenda, og tveggja varamanna, framboð berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara, þ.e. fyrir kl 20:00 21. apríl.
f. Kjör tveggja skoðunarmanna.
g. Önnur mál.
Lagabreytingartillögur: Stjórn vill koma þeim upplýsingum til félagsmanna að lagabreytingartillögur skal senda á klifurhusid@klifurhusid.is eigi síðar en kl. 20:00 þann 21. apríl 2021.
Framboð: Stjórn óskar eftir framboðum í tvö sæti meðstjórnenda til tveggja ára ásamt því að kosið verður um tvo varamenn í stjórn.
Tilkynningar um framboð skal senda á klifurhusid@klifurhusid.is eigi síðar en kl. 20:00 þann 21. apríl. Frambjóðendur geta sent kynningarbréf um framboðið á sama netfang sem verður aðgengilegt á heimasíðu Klifurhússins.