fbpx
Sumarnámskeið Klifurhússins thurasoley 28 mars, 2022

Sumarnámskeið Klifurhússins

Vika af fjöri og ævintýrum!

Sumarnámskeið Klifurhússins er vikulangt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Dagarnir byrja kl. 9 og enda kl. 16.

Starfsmenn Klifurhússins hafa unnið markvisst að því í fjöldamörg ár að námskeiðið sé skipulagt með þeim hætti að krakkarnir njóti sín sem best. Húsinu er lokað á meðan námskeiðið er í gangi svo það má með sönnu segja að yfir sumarið tilheyrir Klifurhúsið krökkunum og þeirra leik til kl. 16 alla virka daga.

Á námskeiðinu fá krakkarnir tækifæri til að kynnast klifuríþróttinni á sama tíma og þau njóta þess að vera útivið. Meðal annars þá klifra þau inni og úti, heimsækja dýrin í Húsdýragarðinum og fara í Árbæjarsafnið, taka strætó í Öskjuhlíðina og prófa klettaklifur þar, halda pottapartý og læra að gera hnúta.

Allar helstu upplýsingar um dagskrána og nauðsynlegan útbúnað má finna hér: Handbók foreldra

Stundatafla

10. - 14. júní

18. - 21. júní

24. - 28. júní

1. - 5. júlí

8. - 12. júlí

15. - 19. júlí

22. - 26. júlí

29. júlí - 2. ágúst

6. - 9. ágúst

12. - 16.

ágúst

5 dagar

4 dagar

5 dagar

5 dagar

5 dagar

5 dagar

5 dagar

5 dagar

4 dagar

5 dagar

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

6-7 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

8-10 ára

VERÐ OG SKRÁNING

Verð fyrir 4 daga námskeið: 28.720 kr.
Verð fyrir 5 daga námskeið: 35.900 kr.

Í verðinu felst 28/35 klst námskeið, strætóferðir í útiklifur, ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ferð í Árbæjarsafnið eða Úlfarsfell leiga á klifurbúnaði (hjálmur, kalk, klifurbelti og klifurskór) og pylsupartý á miðvikudaginn eða föstudeginum.

Vakin er athygli á því að Klifurfélag Reykjavíkur getur ekki fellt niður eða endurgreitt námskeiðsgjöld eftir að námskeið er hafið.

Greiða má með greiðsludreifingu í allt að 2 mánuði.

Skráning fer fram á Sportabler og þarf að greiða fyrir námskeiðið um leið og gengið er frá skráningu (sjá HÉR leiðbeiningar fyrir Sportabler).

*20% systkinaafsláttur (afslátturinn reiknast af námskeiðsgjaldi hjá seinna systkininu sem er skráð)

UPPLÝSINGAR

Miðað er við fæðingarár.

6-7 ára voru að ljúka 1 – 2 bekk
8-10 ára voru að ljúka 3 – 5 bekk

Allir dagar byrja og enda í Klifurhúsinu, en námskeiðið fer samt að mestu fram úti í Laugardalnum, Öskjuhlíðinni og nálægum stöðum. Þangað er ýmist gengið eða farið með strætó. Dagarnir byrja á leikjum og klifuræfingum, áður en haldið er í útiklifur eða útileiki.

Kynntar eru helstu gerðir klifuríþróttarinnar: grjótglíman og línuklifrið sem báðar er hægt að stunda bæði innandyra og utan. Krakkanir kynnast helsta búnaði klifurheimsins á meðan þau njóta útiverunnar og leika sér.

  • Námskeiðin hefjast alla daga kl. 9 og eru til 16
  • 3 holl af nesti þarf yfir daginn
  • Þægilegan íþróttafatnað og útiföt eftir veðri
  • Góðan bakpoka
  • Sundföt og handklæði fyrir föstudag/miðvikudag (fyrir pottapartý í Klifurhúsinu)
Scroll to Top