
Íslandsmótið í grjótglímu fór fram hér í Klifurhúsinu helgina 8-10.mars síðastliðinn og var mikil stemming. Á laugardeginum fór fram undankeppni í öllum flokkum og undanúrslit í opnum flokki. Einnig fóru svo fram úrslit í U15 ára flokkum karla og kvenna. Á mánudagskvöldið var svo mikið um dýrðir þegar úrslitin fóru fram en þeim var streymt beint á YouTube þar sem Ágústa Gunnarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson sáu um að lýsa því sem fór fram af mikilli snilld. RÚV mætti einnig á staðinn og fjallaði um mótið.
Úrslit opna flokksins voru spennandi og skemmtileg en Agnes Matthildur Folkman og Greipur Ásmundarson tryggðu sér nokkuð örugglega íslandsmeistaratitlana þetta árið. Það verður spennandi að fylgjast með þeim mótum sem framundan eru erlendis en margir keppendur okkar bæði fullorðnir og í ungmennaflokkum eru á leiðinni á Norðurlanda, Evrópu og Heimsbikarmót í grjótglímu í vor og sumar.
Fenginn var franskur leiðarsmiður, Jules Derouineau, til að vera yfirleiðasmiður mótsins og setti hann upp mjög skemmtilegar og krefjandi leiðir með dyggri aðstoð okkar bestu leiðasmiða.
Við óskum öllum verðlaunahöfunum til hamingju en úrslit mótsins voru eftirfarandi
Opinn flokkur kvenna
- Agnes Matthildur Folkman
- Jenný Þóra Halldórsdóttir
- Dagbjört Lilja Oddsdóttir
Opinn flokkur karla
- Greipur Ásmundarson
- Paulo Mercado Guðrúnarson
- Garðar Logi Björnsson
U19 flokkur karla
- Greipur Ásmundarson
- Paulo Mercado Guðrúnarson
- Garðar Logi Björnsson
U19 flokkur kvenna
- Agnes Matthildur Folkman
- Þórdís Nielsen
- Eygló Elvarsdóttir
U17 flokkur karla
- Hlynur Þorri Benediktsson
- Breki Einarsson
- Eyjólfur Árni Sverrisson
U17 flokkur kvenna
- Jenný Þóra Halldórsdóttir
- Dagbjört Lilja Oddsdóttir
- Anabel Guðlaug L. Guðmundsdóttir
U15 flokkur karla
- Daníel Ingi Andrason
- Leó Benjamínson
- Benedikt Nóel Hinriksson
U15 flokkur kvenna
- Hrefna Fanney Halldórsdóttir
- Hólmfríður Inga Magnúsdóttir
- Embla Sól Birgisdóttir



