Agnes og Paulo á palli á Norðurlandamótinu síðustu helgi Sara Sturludóttir 18 mars, 2025

Agnes og Paulo á palli á Norðurlandamótinu síðustu helgi

484519598_1437699064159747_2451297430634775860_n

Norðurlandamótið í grjótglímu fór fram síðustu helgi í Kaupmannahöfn og sendi Ísland 21 keppanda á mótið. Okkar fólki gekk mjög vel og náði Ísland 2 sæti í U19 flokki kvenna þar sem Agnes Matthildur Folkman fór á kostum. Í U19 flokki karla náði Paulo Mercado Guðrúnarson að tryggja sér 3ja sætið með 2 toppum og miðju í fystu tilraun.

Af 21 keppanda náðu 5 inn í úrslit að þessu sinni, enginn náði inn í úrslit í opnum flokki en Lukka Mörk var nálægt því en hún rann úr toppgripi á grátlegan hátt í undankeppninni og endaði í 12. sæti.

Í U17 ára flokki kvenna náði Jenný Þóra Halldórsdóttir 6.sæti í undankeppninni og hélt því í sæti eftir úrslitin, Hlynur Þorri Benediktsson náði að tryggja sér efsta sæti í undankeppninni í U17 ára flokki karla með því að toppa allar 6 leiðirnar. Hann endaði síðan í 8.sæti eftir erfiða úrslitaumferð.

Í U19 flokkunum varð sem áður sagði Agnes í 2.sæti og Paulo í 3.sæti en Greipur Ásmundarson var einnig í úrslitunum, hann var í 4.sæti eftir undankeppnina og endaði síðan í 8.sæti eftir úrslitin.

Við óskum öllum keppendunum til hamingju með árangurinn.

Scroll to Top