fbpx
Emma Líf og Valdimar Grunnskólameistarar 2024 Sara Sturludóttir 25 nóvember, 2024

Emma Líf og Valdimar Grunnskólameistarar 2024

download

Undanúrslit og úrslit Grunnskólamótsins í klifri 2024 fóru fram síðastliðinn laugardaginn. Klifurfélag Reykjavíkur stóð fyrir mótinu en þetta var í fyrsta sinn sem mótið er haldið. Ákveðið var að öllum 6.bekkjum á höfuðborgarsvæðinu yrði boðin keppnisþátttaka að þessu sinni. Fjölmargir skólar þáðu boðið en þátttaka var gjaldfrjáls og mættu 6.bekkingar galvaskir í október og spreyttu sig.

Úr undankeppninni komust 43 keppendur í undanúrslitin og var fjölmennt og frábær stemming í Klifurhúsinu hér á laugardagsmorgun. Krakkarnir glímdu við 5 erfiðar leiðir og stóðu sig frábærlega vel. 10 stúlkur og 10 strákar komust í úrslit sem haldin voru seinni part laugardagsins.

Eftir harða keppni voru það Emma Líf Sigurðardóttir úr Kársnesskóla og Valdimar Max Haraldsson úr Sjálandsskóla sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Við óskum þeim kærlega til hamingju og þökkum um leið öllum krökkunum, skólunum og foreldrunum sem komu og gerðu þetta mót ótrúlega skemmtilegt.

Úrslit Grunnskólamóts í klifri 2024

Stelpur
1.sæti: Emma Líf Sigurðardóttir – Kársnesskóli
2.sæti: Móeiður Ronja Davíðsdóttir – Hlíðarskóli
3.sæti: Hanna Kaðlín – Laugarnesskóli

Strákar:
1.sæti: Valdimar Max Haraldsson – Sjálandsskóli
2.sæti: Helgi Björnsson – Laugarnesskóli
3.sæti: Emil Orri Linduson – Hlíðarskóli

Scroll to Top