Markmið námskeiðsins:
Markmið verkefnisins er að kynna klifuríþróttina fyrir fjölbreyttari hóp barna og ungmenna og auka þátttöku fatlaðra barna í íþróttum.
Hver er markhópurinn:
Börn í 6. – 10. bekk í grunnskóla sem eru blind, sjónskert eða með hreyfihömlun og eru án viðbótarfatlana.
Lýsing á verkefninu:
Klifur fyrir fatlaða/paraklifur er nýtt verkefni með það að markmiði að auka framboð íþróttaiðkunar fyrir fötluð börn og ungmenni. Námskeiðið verður 5 vikur þar sem æft er 2x í viku með reyndum þjálfurum. Ef vel gengur myndum við vilja skoða að bjóða upp á áframhaldandi námskeið/æfingar fyrir þennan hóp.
Krakkarnir mega koma með sjáandi vin eða systkini með sér á námskeiðið ef þau vilja. Það má mæta í prufutíma fyrstu tvær vikurnar og ákveða svo að skrá sig.
Æfingar verða á miðvikudögum kl. 15:30 í Miðgarði (Garðabæ) og laugardögum kl. 10:00 í Klifurhúsinu, Ármúla 23.
Verkefnið er styrkt af hvatasjóði Allir með
Svana Ösp Kristmundsdóttir, klifrari og sjúkraþjálfari, kennir námskeiðið.
Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 13. nóvember.
Verð og skráning:
Námskeiðið kostar 5.000 kr
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/klifurhusid/paraklifrarar