fbpx
Paraklifurnámskeið fyrir börn og unglinga í 6.-10. bekk Sara Sturludóttir 7 janúar, 2025

Paraklifurnámskeið fyrir börn og unglinga í 6.-10. bekk

1

Klifur fyrir fatlaða/paraklifur er nýtt á nálinni og með það að markmiði að auka framboð íþróttaiðkunar fyrir fötluð börn og ungmenni. Boðið verður upp á vikulegar æfingar með reyndum þjálfara. 

Námskeiðið er miðað að börnum í 6. – 10. bekk í grunnskóla sem eru blind, sjónskert eða með hreyfihömlun og eru án viðbótarfatlana.

Æfingar verða á laugardögum kl. 10:00 til 11:00 í Klifurhúsinu, Ármúla 23.

Svana Ösp Kristmundsdóttir, klifrari og sjúkraþjálfari, er þjálfari hópsins.

Fyrsta æfing annarinnar er laugardaginn 11. janúar og lýkur önninni 7. júní.

Verkefnið er styrkt af hvatasjóði Allir með.

Skráning fer fram á Sportabler: https://www.abler.io/shop/klifurhusid/paraklifrarar/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzQ3NTk=?

Scroll to Top