RIG eða Reykjavíkurleikarnir fara fram núna næstu helgi í Klifurhúsinu. Keppnin mun verða mjög skemmtileg og við hvetjum öll til að mæta og hvetja keppendur.
Dagskráin er þannig að undankeppni og undanúrslit fara fram á laugardaginn ásamt keppni í U15 ára flokki.
Úrslit í opnum flokk verða svo á mánudaginn 3.febrúar og verða í beinni útsendingu á RÚV2
Lokað er í Klifurhúsinu yfir þessa daga, það er frá 30.janúar til 3.febrúar. Korthafar geta þó mætt á auglýstum opnunartímum og auðvitað tekið þátt í skemmtimótinu.
Æfingar falla niður á þessum tíma alveg frá fimmtudeginum 30.janúar og til 3.febrúar – ATH búið var að gera ráð fyrir þessum niðurfellingum á tímum í æfingagjöldum.
Íþróttaskólinn verður þó í fjölskyldusalnum á sunnudagsmorgun.
