Úrslit Reykjavíkurleikanna í klifri 2025 Sara Sturludóttir 7 febrúar, 2025

Úrslit Reykjavíkurleikanna í klifri 2025

RIG Klifur 2025
Úrslit Reykjavíkurleikanna í klifri 2025

Úrslit í klifri í opnum flokkum á Reykjavíkurleikunum fór fram í húsnæði Klifurhússins í Ármúla 23 mánudaginn 3. febrúar. Sex keppendur í kvennaflokki og sex í karlaflokki kepptust um gullið í hörkuspennandi keppni. Í kvennaflokki mætti Clara Stricker-Petersen frá Danmörku og varði titilinn örugglega, en hún sigraði einnig í fyrra. Í öðru sæti varð Agnes Matthildur Folkmann frá Klifurfélagi Reykjavíkur og hin þýska Elena Kappler, sem býr í Svíþjóð, endaði í þriðja sæti. Í karlaflokki vann hinn sautján ára Greipur Ásmundarson. Mjótt var á munum á öðru og þriðja sætinu en Paulo Mercado Guðrúnarson náði jafnmörgum miðjum og Guðmundur Freyr Arnarson en í færri tilraunum. Paulo var því með fleiri stig og komst í annað sætið á undan Guðmundi sem vann Reykjavíkurleikana í klifri í fyrra.

Sigurvegarar í U15 flokkunum voru þau Hrefna Fanney Halldórsdóttir og Gunnar Þór Stefánsson. Hjá stelpunum voru síðan Hólmfríður Inga Magnúsdóttir í öðru sæti og Embla Sól Birgisdóttir í þriðja sæti. Í stráka flokknum voru í öðru sæti Benedikt Nóel Hinriksson og Sævar Logi Andrason í þriðja sæti.

Clara klifrar í úrslitum Reykjavíkurleikanna í klifri 2025
Paulo klifrar í úrslitum Reykjavíkurleikanna í klifri 2025
Agnes klifrar í úrslitum Reykjavíkurleikanna í klifri 2025
Verðlaunahafar í U15 flokki kvenna
Verðlaunahafar í U15 flokki karla
Verðlaunahafar í opnum flokki kvenna
Verðlaunahafar í opnum flokki karla

Scroll to Top