fbpx
Vetrarmót í vændum! Elisabet Thea 22 nóvember, 2022

Vetrarmót í vændum!

heimasíða-vetrarmót 2022

Kæru klifrarar,

Laugardaginn 26. nóvember ætlum við að halda skemmtimót. Mótið byrjar klukkan 16:00 og er fyrir 13 ára og eldri. Á mótinu verða rauðgráðaðar leiðir (5a/V1) og upp úr. Athugið, við munum ekki loka salnum í aðdraganda eða á meðan mótinu stendur. Leiðirnar verða aðeins í hluta salarins. Útdráttarverðlaun verða í lok móts. Aðeins þeir sem eru á staðnum geta unnið.Óþarfi er að skrá sig á mótið.

Fyrirkomulagið er eftirfarandi: 15-20 leiðir í undankeppni sem stendur í 2 klst. 5 einstaklingar komast áfram í úrslit í kvenna- og karlaflokki sem verða haldin sama kvöld, ca. 18:30.

Mótsgjald: 1000 kr (+ aðgangur í sal ef þú ert ekki með kort í Klifurhúsið).

Hlökkum til að hjá ykkur!

finnið okkur á instagram fyrir nánari upplýsingar: https://www.instagram.com/klifurhusid/

Scroll to Top