Klifurmúsin verður haldin á laugardaginn, 12.október, í Klifurhúsinu.
Húsið opnar kl 09:30 og hefst keppni í fyrsta aldursflokki kl 10:00. Öll eru velkomin að taka þátt, en mótið er fyrir krakka í 2. – 7.bekk.
Afrekshópur Klifurfélagsins verður með kaffi og kökusölu á staðnum – endilega nælið ykkur í góðgæti með kaffinu um helgina og styðjið um leið við krakkana í afreksstarfinu.
Nánari upplýsingar er að finna á facebook viðburði mótsins HÉR
Skráning er í gegnum Sportabler HÉR