fbpx
Grunnskólamótið í klifri farið af stað Sara Sturludóttir 11 október, 2024

Grunnskólamótið í klifri farið af stað

20241010_103134

Fyrsti skólinn til að mæta á Grunnskólamótið í klifri 2024 var Selásskóli, en það komu 25 krakkar úr 6.bekk og spreyttu sig á þeim 8 leiðum sem eru í undankeppni Grunnskólamótsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Klifurfélag Reykjavíkur heldur Grunnskólamótið í klifri en ákveðið var að halda það fyrir 6.bekk að þessu sinni. Öllum 6.bekkjum á höfuðborgarasvæðinu er boðin þátttaka og enn er opið fyrir skráningar.

Krakkarnir úr Selásskóla stóðu sig frábærlega vel og voru nokkrir keppendur sem kláruðu allar 8 leiðirnar. Við hlökkum til að taka á móti fleiri keppendum á næstu dögum.

Scroll to Top