fbpx
ÍM í línuklifri er um helgina Sara Sturludóttir 2 október, 2024

ÍM í línuklifri er um helgina

ÍM 24

Íslandmeistaramótið í línuklifri fer fram helgina 4.- 6. október í Miðgarði, Garðabæ og í húsnæði Fimleikafélagsins Björk í Hafnarfirði.

Mótið hefst á föstudagskvöld kl 18:00 á undankeppni í opnum flokki. Úrslit fara síðan fram á laugardaginn og hefjast kl. 10:00 á úrslitum kvenna en úrslit karla hefjast kl. 11:40. Einnig verður keppt í U14 og U16 ára flokkum, nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á heimasíðu Klifursambands Íslands.

KFR sendir marga sterka keppendur á mótið í ár og hvetjum við því fólk eindregið til að mæta í Miðgarð og hvetja keppendur áfram!

Scroll to Top