fbpx
Ísland með tvo á palli á Norðurlandamótinu í línu Sara Sturludóttir 15 október, 2024

Ísland með tvo á palli á Norðurlandamótinu í línu

Greipur NM24

Greipur Ásmundarson nýkrýndur Íslandsmeistari í línuklifri gerði sér lítið fyrir og náði silfurverðlaunum í flokki U18 á Norðurlandamótinu sem fram fór um helgina í Gautaborg í Svíþjóð. Greipur klifraði úrslitaleiðina afar örugglega og var hársbreidd frá því að toppa hana. Gauti Stefánsson keppti í flokki paraklifrara og landaði þar bronsi með mikilli baráttu.

Ísland átti 23 keppendur á mótinu og náðu 9 klifrarar inn í úrslit, Okkar fólk var í topp 10 í næstum öllum flokkum:

Senior flokkur karla: Guðmundur Freyr Arnarson 5. sæti og Birgir Óli Snorrason 10. sæti

Senior flokkur kvenna: Alexandra V. Reuter 10.sæti

U18 flokkur kvenna: Agnes Matthildur Folkmann 5. sæti

U18 flokkur karla: Greipur Ásmundarson 2.sæti og Paulo Merkado Guðrúnarson 10.sæti

U16 flokkur kvenna: Jenný Þóra Halldórsdóttir 5.sæti

U16 flokkur karla: Sigurður Óskarsson 5.sæti

Paraclimbers Lower+Vision: Gauti Stefánsson 3.sæti

Hér eru nokkrar myndir frá mótinu

Scroll to Top