fbpx
Nýtt bókunarkerfi fjölskyldusalarins Galadrielle 18 júlí, 2024

Nýtt bókunarkerfi fjölskyldusalarins

2

Frá og með 1. ágúst verður nauðsynlegt að panta tíma fyrir KrakkaKlifur og barnaafmæli. Pantaðu hér.

Krakkaklifur er hugsað fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Er þá salurinn sérstaklega frátekinn fyrir þennan aldurshóp til að koma og njóta klifurs undir eftirliti foreldra.
Athugið: KrakkaKlifurstímar eru prúfutímar, ekki kennslutímar.

Í salnum eru klifurleiðir í þremur miserfiðum flokkum. Í hverjum erfiðleikaflokki eru 12 leiðir. Þetta getur nýst vel sem nokkurs konar leikur þar sem verkefni dagsins er að prófa allar leiðir í erfiðleikaflokknum og reyna að klifra eins margar af þeim og mögulegt er. Leiguskór eru innifaldir í verðinu.

Nánari upplýsingar um afmæli hér.

Þar til 1. ágúst eru börnin velkomin að klifra í fjölskyldusalnum undir eftirlit foreldra eftir kl 16 á virkum dögum og á milli 12 og 18 um helgar. Nauðsynlegt er að borga sig inn í móttökunni í Ármúla 23.
Þangað til ágúst skulu afmælisfyrirspurnir berast á klifurhusid@klifurhusid.is eða í síma 553-9455 á skrifstofutíma frá kl. 10.30 – 16 alla virka daga.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Scroll to Top