Síðasta Klifurmúsin verður næsta laugardag, 7.des. Klifurmúsin er krakkamótaröð Klifurhússins eða Klifurfélgas Reykjavíkur og er fyrir krakka í 2.- 7. bekk.
Öll fá þátttökuverðlaun og er markmiðið að hafa gaman. Engin sæti, stig eða pallur.
Dagskrá
9:30 Húsið opnar í Ármúla 23
10:00 4. – 5. bekkur í Ármúla 21
11:45 6. – 7. bekkur í Ármúla 21
13:30 2. – 3. bekkur í Ármúla 21
Mótsgjald: 1.990 kr + aðgangur í sal fyrir þau sem æfa ekki í Klifurhúsinu, rukkað við skráningu.
Keppendur mæta í afgreiðslu Klifurhússins Ármúla 23 til að fá stigablöð og staðfesta mætingu. Upphitunaraðstaða fyrir keppendur verður í Ármúla 23. Keppnin fer fram í fjölskyldusalnum Ármúla 21 og opnar salurinn fyrir keppendum rétt áður en keppni hefst.
Mótið er opið fyrir klifrurum frá öllum félögum.
Skráningu lýkur fimmtudaginn fyrir mót og fer fram á Sportabler:https://www.abler.io/…/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzUxOTA=
ATHUGIÐ! Takmarkaður fjöldi verður í hverju holli vegna takmarkana á plássi. Hægt verður að skrá þáttakendur á biðlista ef einhver holl fyllast og er mjög miklvægt að skrá á biðlistana ef viðkomandi vill taka þátt. Við munum mögulega bæta við holli seinna um daginn ef mjög mikil skráning er á mótið eða bjóða þáttakendum að koma í öðru holli. Við munum koma öllum að á mótið sem vilja taka þátt og skrá sig áður en skráningarfrestur er útrunninn og munu upplýsingar um hvenær keppendur sem eru á biðlista komast að á vera gefnar út á föstudeginum fyrir mót. Það er því mjög mikilvægt að skráningarfresturinn sé virtur og við vonum að foreldrar og forráðamenn séu til í að vinna að þessu með okkur.
Ekki verður hægt að mæta á staðinn og skrá á mótsdegi.