fbpx
Skráningar fyrir haustönn 2024 Galadrielle 3 ágúst, 2024

Skráningar fyrir haustönn 2024

2

Haustönnin 2024 dregur nær!

Skráningar opna 12. ágúst.

Drög fyrir stundatöflur haustannarinnar eru komnar á heimasíðuna. Lokaútgáfa verður birt 22. ágúst.
Á haustönn 2024 erum við að bæta við 7 nýjum hópum á milli 4. bekkjar og framhaldsskóla, sem sagt nærri því 100 auka pláss!
Þannig munum við geta tekið töluvert af iðkendum af biðlistanum í hópa.
Enn fremur, unglingahópar geta valið að æfa tvisvar eða þrisvar í viku.

Við erum líka ánægð að tilkynna að Íþróttaskóli Klifurhússins opnar í haustönn 2024! Skráningar eru hafnar og æfingar hefjast 1. september.

Íþróttaskóli Klifurhússins er hugsaður fyrir börn á aldrinum 3 til 6 ára. Markmiðið er að ýta undir almennan hreyfiþroska, líkamsvitund, sjálfsöryggi og leikgleði og kynna krökkunum fyrir klifri.

Stundatöflur verða staðfestar 22. ágúst og önnin byrjar 26. ágúst.

Verðskrá og nánari upplýsingar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Scroll to Top